Lista- og menningarráð

357. fundur 05. maí 2010 kl. 16:30 - 18:00 Fannborg 2, 2. hæð, Litli salur
Fundargerð ritaði: Una Eydís Finnsdóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

1.1005013 - Jóhann Már Nardeau. Umsókn um verkefnastyrk frá lista- og menningarráði. Vor 2010.

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

2.1003280 - Framúrskarandi listnemi, vor 2010. Tilnefning. Hrefna Halldórsdóttir.

Erindinu er frestað.

3.1004297 - Hreinn Valdimarsson, umsókn um styrk til LMK vegna heildarútgáfu á tónverkum Sigfúsar Halldórssonar.

Þorsteinn Sæmundsson, Hreinn Valdimarsson og Gunnlaugur Yngvi Sigfússon komu á fundinn og kynntu hugmyndir um heildarútgáfu á tónverkum Sigfúsar Halldórssonar.

 

Lista- og menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 1.000.000.  Ráðið óskar eftir að fá eitt eintak af viðhafnarútgáfunni til varðveislu hjá Kópavogsbæ, þar sem hann er einn af þremur heiðursborgurum Kópavogs. 

 

 

4.1004019 - Marteinn Sigurgeirsson, umsókn um styrk frá Lista- og menningarráði vegna heimildamynda um Jón úr Vö

Marteinn Sigurgeirsson kom á fundinn og kynnti hugmynd um heimildamynd um Jón úr Vör.

Lista- og menningarráð samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 500.000.

5.910184 - Breiðablik. Umsókn um styrk frá Lista- og menningarráði, haust ""09

Lagt fram þakkarbréf frá formanni Breiðabliks vegna stuðnings Lista- og menningarráðs við sögusýningu félagsins í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.

6.1003056 - Umsókn um styrk frá Lista- og menningarráði vegna Jazz- og Blúshátíðar í Kópavogi 2010.

Lagt fram þakkarbréf frá skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, vegna tónlistarflutnings Tríós Björns Thoroddsen í skólanum.

7.909009 - Kópavogsdagar 2010

Sviðsstjóri Tómstunda- og menningarsviðs kynnti gang mála vegna Kópavogsdaga 2010. 

8.1005012 - Heiðurslistamaður Kópavogs 2010.

Fram fór umræða um heiðurslistamann Kópavogs.

9.1003191 - FPG ehf. sækir um styrk frá Lista- og menningarráði vegna gerðar skemmti- og fræðsluforritsins Maxím

Lista- og menningarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.