Lista- og menningarráð

64. fundur 10. nóvember 2016 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1610492 - Anarkía-listasalur. Styrkumsókn vegna útgáfu bókar með listaverkum félagsmanna

Lista- og menningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum styrk til Anarkíu listsalar vegna útgáfu kynningarrits um félagsmenn og starfsemina en ritinu verður dreift frítt víða um land. Björg Baldursdóttir situr hjá.

2.1601018 - Cycle 2016

Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með CYCLE 2016 og óskar eftir áframhaldandi samstarfi við stjórnendur hátíðarinnar næstu tvö árin. Ráðið felur forstöðumanni menningarmála í Kópavogi að útfæra samkomulag sem verði lagt fyrir ráðið til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 19:15.