Lista- og menningarráð

65. fundur 08. desember 2016 kl. 17:00 - 20:20 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1003007 - Gerðarsafn. Fulltrúi frá Sím kynnir tillögu að samningi vegna listamanna.

Ráðið þakkar formanni Sím (Sambandi íslenskra myndlistarmanna), Jónu Hlíf Halldórsdóttur, fyrir kynninguna og óskar eftir því að listrænn stjórnandi Gerðarsafns, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, skili greinargerð um sína sýn á tillögur Sím.

2.1612135 - Ljósaverkefni á Kópavogskirkju

Forstöðumaður menningarmála leggur fram tillögu að ljósalistaverki á Kópavogskirkju á Safnanótt.
Ráðið tekur jákvætt í hugmyndina og mælist til þess að kostnaði verði haldið í lágmarki, eða við 500.000 kr.

3.1611712 - Umsókn um rekstrar- og útgáfustyrk. Sögufélag Kópavogs

Ráðið ákveður að gera samninga um rekstrarstyrk við kóra, sögufélagið, ritlistarhóp, ljóðahóp Gjábakka og Myndlistarfélag Kópavogs til tveggja ára og vísar þessu erindi til þeirrar afgreiðslu.

4.1611696 - Umsókn um styrk fyrir Óperudaga 2017. Guðbjörg Sandholt Gísladóttir.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við umsókninni um styrk.

5.1611643 - Ljóðahópur Gjábakka. Umsókn um rekstrarstyrk.

Ráðið ákveður að gera samninga um rekstrarstyrk við kóra, sögufélagið, ritlistarhóp, ljóðahóp Gjábakka og Myndlistarfélag Kópavogs til tveggja ára og vísar þessu erindi til þeirrar afgreiðslu.

6.1611580 - Umsókn um styrk vegna verkefnis um geðheilsu ungra karlmanna. Stefán Ingvar Vigfússon.

Ráðið samþykkir að veita 180.000 kr. styrk til verkefnisins.

7.1611576 - Umsókn um styrk vegna Tónlistarhátíðar unga fólksins 2017. Tónlistarhátíð unga fólksins.

Ráðið samþykkir að veita 650.000 kr. styrk til hátíðarinnar.

8.1611575 - Umsókn um styrk vegna viðburðar um Bob Dylan sem ljóðskáld. Henning Emil Magnússon.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

9.1611574 - Umsókn um styrk til útgáfu eigin tónlistar. Erna Mist Pétursdóttir.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

10.1611573 - Umsókn um styrk vegna viðtala við fyrstu landnema Kópavogs. Marteinn Sigurgeirsson.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni. Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

11.1611572 - Umsókn um styrk vegna árlegra "Mozart við kertaljós" tónleika. Camerarctica.

Ráðið samþykkir að veita 100.000 kr. styrk til tónleikahaldsins.

12.1611568 - Umsókn um styrk vegna verkefnis í tengslum við 500 ára afmæli siðbótar. Kammerhópurinn Reykjavík Bar

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

13.1611564 - Umsókn um styrk fyrir sýningar á "Lítil saga úr orgelhúsi". Orgelhúsið - félagasamtök.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

14.1611544 - Umsókn um styrk til tónleikahalds. Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

15.1611467 - Umsókn um styrk vegna söngkeppni (fyrir leigu á Salnum). Félag íslenskra söngkennara.

Ráðið samþykkir að veita 400.000 kr. í styrk til verkefnisins.

16.1611408 - Umsókn um styrk vegna gerðar heimildamyndar um Vatnsenda. Heiðar Bergmann Heiðarsson.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

17.1611244 - Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2017. Samkór Kópavogs.

Ráðið ákveður að gera samninga um rekstrarstyrk við kóra, sögufélagið, ritlistarhóp, ljóðahóp Gjábakka og Myndlistarfélag Kópavogs til tveggja ára og vísar þessu erindi til þeirrar afgreiðslu.

18.1611165 - Umsókn um styrk til að gera myndbandsverk. Bjargey Ólafsdóttir.

Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

19.1611017 - Umsókn um styrk vegna verkefna í tilefni 50 ára afmælis hljómsveitarinnar. Skólahljómsveit Kópavogs.

Ráðið samþykkir að veita 500.000 kr í styrk til Skólahljómsveitar Kópavogs vegna 50 ára afmælis hljómsveitarinnar og mælist til þess að þeim fjármunum verði beint í afmælisverkefni sem snúa að afmælistónleikum, lokatónleikum vetrarins og uppákomum í Kópavogi.

20.1609327 - Leikfélag Kópavogs

Ársskýrsla Leikfélags Kópavogs. Reikningur skv. rekstrar- og samstarfssamningi, skýrsla stjórnar og ársreikningur 2015-2016.
Ráðið samþykkir ársskýrslu Leikfélags Kópavogs. Í ljósi þess að samningur Kópavogsbæjar við LK rennur út á næsta ári ákveður ráðið að skipuð verði nefnd sem meti framtíð samstarfsins og þar með hvort og þá hvernig samstarfinu verði haldið áfram.

21.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi. Óskað eftir umsögn fastanefnda bæjarins.

Ráðið fagnar liðum 4, 5 og 6 í lýðheilsustefnunni og minnir á að menningarstarf bætir geðheilbrigði, að útivistarsvæðið við menningarhúsin sé vannýtt en úr því þurfi að bæta og að auka þurfi öryggi gesta á svæðinu þegar dimmt er, með betri lýsingu á svæðinu.

22.1610382 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2016

Lagt fram til upplýsingar minnisblað forstöðumanns Bókasafns Kópavogs um rússnesku deildina í safninu.
Ráðið þakkar forstöðumanni Bókasafns Kópavogs fyrir upplýsingarnar.

23.1610324 - Beiðni um að hafa ritatrillur í Hamraborg. Vottar Jehóva. Umhverfis- og samgönguráð óskar eftir umsö

Ráðið telur sig hvorki getað leyft né bannað fólki að kynna sínar lífsskoðanir fyrir framan Menningarhúsin í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 20:20.