Lista- og menningarráð

68. fundur 16. febrúar 2017 kl. 17:15 - 19:00 í Salnum, Hamraborg 6
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Aino Freyja Jarvela embættismaður
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs

Forstöðumaður Salarins, Aino Freyja Jarvela, fer almennt yfir starfsemi tónlistarshússins. Einnig hvernig til hefur tekist með Tíbrár tónleikaröðina. Lagt til að verkefninu verði framhaldið.
Lista- og menningarráð samþykkir að sjóðurinn styrki áframhaldandi tónleikaröð og gefur heimild til þess að auglýst verði eftir styrkjum úr sjóðnum vegna Tíbrár, fyrir veturinn 2017 og 2018. Forstöðumaður Salarins leggi svo til nánari tillögur um tónleikasjóð á næsta fundi ráðsins.

2.16061134 - Samstarfssamningur við Salinn, Tónlistarhús Kópavogs.

Aino Freyja Jarvela leggur fram drög að samningi um fjárhagslegan stuðning við Tíbrár - tónleikaröð.
Lista- og menningarráð gerir ekki athugasemdir við að Toyota styrki Tíbrár tónleikaröð Salarins.

3.1101206 - Safnanótt í Kópavogi

Forstöðumaður menningarmála leggur fram aðsóknartölur á Safnanótt 2017 og fer yfir hvernig til tókst en talið er að á fjórða þúsund gesta hafi sótt Menningarhúsin á Safnanótt.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með aðsóknina á Safnanótt í Kópavogi 2017 og þakkar starfsfólki fyrir metnaðarfulla dagskrá.

Fundi slitið - kl. 19:00.