Lista- og menningarráð

71. fundur 02. maí 2017 kl. 17:15 - 18:45 Í Bókasafni Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

Almenn mál

1.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs og bæjarlistamaður Kópavogs.

Verðandi bæjarlistamaður fundar með ráðinu. Útnefningar verða gerðar opinberar 11. maí á afmælisdegi Kópavogsbæjar.

Almenn mál

2.1703872 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2017

Forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, kynnir nánar hugmynd sína að lestrargöngu og óskar eftir að menningarsjóður fjármagni hana.
Lista- og menningarráð samþykkir að verkefnið verði fjármagnað úr lista- og menningarsjóði að hámarki um þá upphæð sem forstöðumaður leggur til og bendir jafnframt forstöðumanni Bókasafns Kópavogs á að hafa samráð við umhverfissvið um gönguleiðir vegna lestrargöngunnar.

Fundi slitið - kl. 18:45.