Lista- og menningarráð

74. fundur 24. ágúst 2017 kl. 17:15 - 19:15 Í Bókasafni Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
  • Aino Freyja Jarvela starfsmaður nefndar
  • Ólöf Hulda Breiðfjörð starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Aino Freyja Jarvela
Dagskrá

Almenn mál

1.1703872 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2017

Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, fer yfir ýmis mál safnsins.
Forstöðumaður Bókasafns Kópavogs leggur til að komið verði á vinnuhópi sem myndi vinna að hugmyndum um nýtt útibú bókasafns í efri byggðum Kópavogs. Bókasafn Kópavogs stefnir að jöfnum aðgangi allra hópa samfélagsins að safninu með hentugri staðsetningu. Markmið bókasafnsins er að vera bæjarbúum "heimili að heiman" í daglegu lífi.

Almenn mál

2.1510254 - Menningarhús Kópavogs. Ímynd, umhverfi og markaðsmál

Karl Eðvaldsson, deildarstjóri gatnadeildar, kynnir hugmyndir frá Eflu verkfræðistofu að lýsingu á svæðinu við menningarhúsin.
Lista- og menningarráð fagnar þeim tillögum sem komnar eru fram um lýsingu á svæði milli menningarhúsanna. Er hún til mikilla bóta og mun lýsingin draga athygli að fallegum byggingum menningarhúsanna og styrkja þau enn frekar í að vera eitt af kennileitum Kópavogsbæjar.

Almenn mál

3.1706781 - Fjölskyldu- og fræðslustarf í Menningahúsum Kópavogsbæjar haustið 2017

Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri, kynnir fyrir ráðinu fjölskyldustundir og fræðslustarfið í Menningarhúsunum haustið 2017
Lista- og menningarráð hlakkar til spennandi og metnaðarfullra fjölskyldustunda í menningarhúsunum í haust.

Almenn mál

4.1706747 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarráði

Lögð fram umsókn um styrk fyrir gjörningum og vídeóverkum í Kópavogi frá Rúnari Erni Jóhönnu Marínóssyni.
Lista- og menningarráð vísar umsókninni frá þar sem verkefnið hefur þegar átt sér stað.

Almenn mál

5.1706754 - Óskað eftir aðstoð við útvegun æfingahúsnæðis

Lögð fram ósk Kvennakórs Kópavogs um aðstoð ráðsins við að útvega æfingahúsnæði
Lista- og menningarráð vísar beiðninni frá þar sem það býr ekki yfir húsnæði sem hentað gæti sem æfingahúsnæði fyrir Kvennakór Kópavogs.

Almenn mál

6.1509303 - Náttúrufræðistofa Kópavogs. Hugmyndahönnun/samningur

Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, fer yfir stöðu mála í verkefni Gagarin á Náttúrufræðistofu.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita 1.5 milljónir til að ljúka gangi í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Er ráðið reiðubúið til að gera undantekningu í þessu tilfelli og styrkja framkvæmdir án þess að það sé fordæmisgefandi fyrir öðrum slíkum framkvæmdarverkefnum.

Auður Sigrúnardóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 19:15.