Lista- og menningarráð

75. fundur 07. september 2017 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Bergþór Skúlason varafulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709296 - Forstöðumaður menningarstofnana Kópavogs - kynning

Soffía Karlsdóttir nýráðinn forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar kynnir áherslur og framtíðarsýn í starfi sínu.
Lista- og menningarráð þakkar Soffíu Karlsdóttur fyrir greinargóða kynningu á framtíðarsýn menningarmála í Kópavogi og býður hana um leið hjartanlega velkomna til starfa.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðsins
Lista- og menningarráð ræðir stöðu sjóðsins og möguleikana sem felast í ráðstöfun þess sem út af stendur.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.1709307 - Beiðni um áframhaldandi samstarf - Óperudagar í Kópavogi 2018

Frá Guðbjörgu Sandholt, dags. 5. sept., þar sem óskað er eftir samstarfi og styrk vegna Óperudaga í Kópavogi.
Lista- og menningarráð þakkar umsækjanda fyrir samstarfið, en sér sér ekki fært að verða við beiðni um að endurtaka hátíðina í Kópavogi.

Aðsend erindi

4.17082390 - Styrkur vegna bókaútgáfu

Frá Ásdísi Ósk Jóelsdóttur, dags. 31. ágúst, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu bókar um íslensku lopapeysuna.
Lista- og menningarráð hafnar umsókninni.

Aðsend erindi

5.17082392 - Styrkur vegna afmælis Ingibjargar Þorbergs

Frá Kristjáni Hreinssyni, dags. 10. ágúst, þar sem óskað er eftir styrk vegna 90 ára afmælis Ingibjargar Þorbergs.
Lista- og menningarráð getur ekki samþykkt styrkinn þar sem hann fellur ekki undir reglur lista- og menningarsjóðs.

Fundi slitið - kl. 19:15.