Lista- og menningarráð

77. fundur 03. október 2017 kl. 17:15 - 19:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709249 - Rekstrarsamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar

Til umræðu er rekstrarsamningur Leikfélags Kópavogs við Kópavogsbæ með þátttöku fulltrúa frá Leikfélaginu.
Á fundinn mættu stjórnarmenn úr Leikfélagi Kópavogs þau Hörður Sigurðarson, Örn Alexandersson og Anna Margrét Pálsdóttir.Formaður ráðsins gerði stjórnarmönnum grein fyrir hugmyndum um tímabundna framlegningu á samningnum og auknu samstarfi við forstöðumenn menningarhúsa Kópavogsbæjar. Fulltrúar LK senda ráðinu hugmyndir um breytingar á samningi fyrir 10. október. Ráðið vinnur svo áfram með þær hugmyndir í samstarfi við LK. og í samræmi við menningarstefnu bæjarins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1706080 - Listaverkakaup Gerðarsafns

Umsókn forstöðumanns Gerðarsafns um fjárveitingu fyrir listaverkakaupum fyrir safnið.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita 3,5 milljónir króna á ári til næstu tveggja ára (2018 og 2019). Hluta af upphæðinni skal varið til útilistaverka.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.17091060 - Hamraborg 4,Stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns, framhaldsmál

Stofnskrá Gerðarsafns - Listasafns Kópavogs lögð fram til umfjöllunar.
Ráðið felur forstöðumanni menningarmála að leggja drög að nýrri stofnskrá sem lögð verður til samþykktar fyrir lista- og menningarráð.

Almenn mál

4.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs til umræðu.
Formaður upplýsti ráðið um starfshætti í ráðum og nefndum bæjarins.

Fundi slitið - kl. 19:00.