Lista- og menningarráð

79. fundur 09. nóvember 2017 kl. 17:15 - 18:23 á Digranesvegi 1, Vatnsendi 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Ráðið lýsir yfir ánægju með yfirferð á skuldbindingum og stöðu sjóðsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.17031379 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2017-2018. Tilnefningar, umsóknir og afgreiðsla

Ráðið lýsir ánægju sinni með framlag bæjarlistamanns, Sigtryggs Bjarnasonar. Sérstök ánægja er með tónsmíðakennslu á iPad fyrir ungmenni og tónleikahald listamannsins í Salnum.
Ráðið lýsir ánægju sinni með framlag bæjarlistamanns Kópavogsbæjar 2017 til menningar- og skólastarfs í bæjarfélaginu.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1711127 - Ný safnaverslun í Gerðasafni. Tillaga

Hugmyndir um nýja safnverslun í Gerðarsafni lagðar fram.
Ráðið lýsir ánægju með hugmynd um nýja safnverslun í Gerðarsafni og felur forstöðumanni menningarmála að vinna framgangi hugmyndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:23.