Lista- og menningarráð

83. fundur 18. janúar 2018 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Ráðið lýsir ánægju með stöðu sjóðsins. Úthlutun styrkja verður miðvikudaginn 24. janúar í Gerðarsafni og ráðstöfunarfé sjóðsins er alls 43.220.000,-

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.1801316 - Ljóðastafur Jóns úr Vör. Ljóðasamkeppni

Kynning á dagskrá.
Vika ljóðsins er spennandi og ráðið afar stolt af dagskrárviðburðum sem boðið er upp á. Ljóðstafurinn verður afhentur 21. janúar og er verðlaunaféð í heild sinni kr. 630.000,- Verðlaunaljóð verða sett upp í strætó og gerð með þeim bókamerki. Ráðið hvetur til þess að verðlaunaljóð undanfarinna ára verði kynnt t.d. með útgáfu eða öðrum hætti.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.1711408 - Starfsmannafélag Tónlistarskóla Kópavogs. Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði

Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði
Ráðið samþykkir að veita TKTK kr. 650.000 styrk.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.1711413 - Tónlistarhátíð unga fólksins.Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði

Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði
Ráðið samþykkir að veita TUF kr. 650.000 styrk.

Aðsend erindi

5.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Stofnun öldungaráðs kynnt fyrir lista- og menningarráði.
Lista- og menningarráð fagnar stofnun öldungaráðs og hlakkar til samstarfs við eldri borgara, sem hefur verið gott til þessa.

Almenn mál

6.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Dagsetningar á næstu fundartímum.
Næstu fundir ráðsins eru:
1. febrúar
15. febrúar
1. mars
15. mars

Fundi slitið - kl. 19:15.