Lista- og menningarráð

84. fundur 01. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
  • Birtna Björnsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Ráði kynnt staða sjóðanna 05-812 - 9935 og 05-812 - 9991.

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.1801734 - Vetrarhátíð, Safna- og Sundlauganótt 2018

Dagskrá Vetrarhátíðar 2018 í Kópavogi
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá Menningarhúsanna og Sundlaugar Kópavogs. Sérstaklega ber að fagna nýrri lýsingu framan á Menningarhúsin sem er mikil lyftistöng fyrir svæðið og menningarstarfið í heild sinni. Framlag bæjarlistamanns er einnig afar mikilvægt og er honum þakkað veigamikið framlag til hátíðarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:15.