Lista- og menningarráð

87. fundur 22. mars 2018 kl. 17:15 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Staða sjóðsins lögð fram.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.18031030 - Heiðurslistamaður Kópavogs 2018

Auglýsing um Heiðurslistamann Kópavogs 2018 og afhending viðurkenningar.
Lista- og menningarráð samþykkir að ekki skuli auglýst eftir heiðurslistamanni á sama tíma og auglýst er eftir bæjarlistamanni á þessu ári. Forstöðumanni er falið að endurskoða reglur um útnefningu heiðurs- og bæjarlistamanna.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.18031031 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2018-2019

Auglýsing um Bæjarlistamann Kópavogs 2018 og afhending viðurkenningar.
Lista- og menningarráð samþykkir að auglýst verði eftir bæjarlistamanni og skal forstöðumaður menningarmála annast umsóknarferlið.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.18031032 - Ársskýrsla og starfsáætlun menningarmála Kópavogs 2018

Kynning á undirbúningi ársskýrslu og starfsáætlun menningarmála Kópavogs
Í undirbúningi er gerð ársskýrslu fyrir málaflokk menningarmála fyrir árið 2017 og starfsáætlun fyrir árið 2018. Í fyrsta sinn verður gefin út heildstæð skýrsla með samræmdum upplýsingum og útliti fyrir allan málaflokkinn og stofnanir sem heyra undir hann. Lista- og menningarráð fagnar gerð skýrslunnar og þakkar forstöðumanni fyrir frumkvæðið. Gerð skýrslunnar mun skila gegnsærri og skilkvirkari vinnubrögðum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.18031140 - Styrkir úr Safnasjóði 2018

Styrkveiting úr Safnasjóði
Ráðið fagnar úthlutuninni og vill vekja athygli á því að úthlutun úr Safnasjóði undirstrikar góða menningarstefnu, metnaðarfulla starfsmenn og þýðingarmikið hlutverk menningarhúsa í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 18:15.