Lista- og menningarráð

88. fundur 12. apríl 2018 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Staða sjóðsins lögð fram. Lista- og menningarráð vill vekja athygli á og lýsa ánægju með viðburðarröðina Menningu á miðvikudögum sem er vel sótt og afar vel heppnuð.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1804186 - Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Kópavogs. Reglur um tilnefningu heiðurslistamanns Kópavogs

Drög að nýjum reglum um bæjarlistamann Kópavogs og heiðurslistamann Kópavogs
Lista- og menningarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni menningarmála að ganga frá reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1804209 - Endurnýjun á unglingadeild Bókasafns Kópavogs

Kynning á hönnun og kostnaðaráætlun við unglingadeild Bókasafnsins.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með hönnun og tímabæra endurnýjun á aðstöðu fyrir unglinga í bókasafninu. Hönnunin öll er í takt við nýja tíma og mikilvægt að mæta örfum unglingum núna þegar heimsóknir þeirra í safnið fara stigvaxandi. Ráðið hvetur til þess að farið verði í framkvæmdir hið fyrsta og felur forstöðumanni menningarmála og formanni ráðsins að vinna að framgangi þess.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.1804221 - Beiðni um rekstrarstyrk fyrir Miðstöð myndlistar og menningar

Miðstöð myndlistar og menningar í Kópavogi. Ósk um rekstrarstyrk.
Ráðið frestar málinu og óskar eftir frekari upplýsingum.

Styrkbeiðnir - Starfsstyrkir listamanna

5.1804295 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Karlakór Kópavogs óskar eftir skyndistyrk að upphæð kr. 350.000,-
Lista- og menningarráð samþykkir að styrkja Karlakór Kópavogs um kr. 350.000 vegna tveggja ókeypis tónleika í tilefni af afmæli bæjarins og kórsins.
Björg Baldursdóttir fór af fundi kl. 18:05

Fundi slitið - kl. 19:15.