Lista- og menningarráð

89. fundur 26. apríl 2018 kl. 17:15 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs
Staða sjóðsins lögð fram. Staðan sýnir að áætlanir fyrir viðburði og verkefni eru vel innan rammans.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

2.1804221 - Beiðni um rekstrarstyrk fyrir Miðstöð myndlistar og menningar

Kynning málsaðila á erindinu
Ragnheiður Sigurðardóttir og Snæbjörn Brynjarsson kynna nýja Miðstöð myndlistar og menningar. Ráðið felur forstöðumanni menningarmála að vinna að framkvæmd málsins. Lokaafgreiðslu frestað.

Björg Baldursdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1104012 - Málefni Gerðarsafns

Farið yfir stöðu verslunarrýmis og veitingasölu í Gerðarsafni
Lista- og menningarráð þakkar kynningu forstöðumanns menningarmála.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1003007 - Hamraborg 4,Málefni Listasafns Kópavogs- Gerðarsafns 2010

Lista- og menningarráð þakkar listráði Gerðarsafns fyrir sín störf. Skipunartíma þess lýkur 31. maí 2018. Ráðið ályktar að tilraunaverkefnið verði metið í upphafi næsta kjörtímabils og leggur til að skipan slíks ráðs verði formgert betur í samstarfi við forstöðumann menningarmála.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs

Lista- og menningarráð þakkar tónlistarráði Salarins fyrir sín störf. Skipunartíma þess lýkur 31. maí 2018. Ráðið ályktar að tilraunaverkefnið verði metið í upphafi næsta kjörtímabils og leggur til að skipan slíks ráðs verði formgert betur í samstarfi við forstöðumann menningarmála.

Almenn mál

6.18031031 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2018-2019

Umsóknir og ábendingar um Bæjarlistamann Kópavogs 2018-2019
Lista- og menningarráð þakkar öllum þeim er sýndu áhuga á stöðu Bæjarlistamanns Kópavogs 2018. Ráðið er einróma um val á Bæjarlistamanni og verður valið formlega tilkynnt á sérstakri athöfn í maí.

Fundi slitið - kl. 19:30.