Lista- og menningarráð

92. fundur 06. september 2018 kl. 17:15 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Thorstensen varamaður
  • Bergþór Skúlason varamaður
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Farið yfir stöðu lista- og menningarsjóðs.
Staða sjóðsins lögð fram. Staðan sýnir að áætlanir fyrir viðburði og verkefni eru innan rammans.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Heimsókn og kynning ráðsins á starfsemi Salarins, Bókasafnsins, barnamenningar og viðburða.
Fundarmenn héldu úr fundarsal yfir í Salinn þar sem forstöðumaður menningarmála Soffía Karlsdóttir kynnti málaflokkinn í heild sinni og afhenti kynningarefni. Aino Freyja Jarvela forstöðumaður kynnti starfsemi Salarins. Eftir það var haldið í Bókasafnið þar sem Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður kynnti starfsemi Bókasafnsins. Ólöf Breiðfjörð verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála kynnti þvínæst viðburði og áherslur menningarhúsanna fram að áramótum. Miklar og fjörugar umræður sköpuðust og lýsir ráðið sérstakri ánægju með öfluga menningarstarfsemi og metnaðarfulla stjórnendur.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.18082496 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um skyndistyrk vegna tónleikahalds í Salnum.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við beiðni um styrk vegna niðurfellingar eða niðurgreiðslu á leigu í Salnum.

Fundi slitið - kl. 19:30.