Lista- og menningarráð

96. fundur 06. desember 2018 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs.
Staða lögð fram til kynningar. Áætlanir hafa staðist og lýsir ráðið yfir ánægju sinni með það hversu vel fjármunum sjóðsins hefur verið varið.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Fundargerð ráðgjafanefndar Gerðarsafns.
Fundargerð ráðgjafanefndar lögð fram til kynningar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1812138 - Starfsþróunarferð forstöðumanna menningarhúsanna

Starfsþróunarferð forstöðumanna menningarhúsanna
Ráðið þakkar fyrir góða samantekt um yfirgripsmikla og áhugaverða ferð forstöðumanna menningarstofnananna til Amsterdam. Ferðin á án efa eftir að skila sér í öflugra menningarlífi í Kópavogi og ljóst að slíkar ferðir eru mikil innspýting fyrir starfsemina í heild sinni.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1611637 - Umsókn um framkvæmdar- og rekstrarstyrk vegna Cycle listahátíðar 2017

Skýrsla Cycle fyrir 20017.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með síðustu hátíð Cycle. Ráðið óskar eftir lokaskýrslu frá stjórnendum. Ákvörðun um styrk er vísað til næsta fundar ráðsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.1812137 - Úrvinnsla styrkumsókna úr lista- og menningarsjóði

Úrvinnsla styrkumsókna lista- og menningarráðs.
Síðasti dagur til að sækja um styrk úr lista- og menningarsjóði var 17. nóvember og bárust sjóðnum tæplega 70 umsóknir. Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að vinna úr umsóknunum þannig að þær verði aðgengilegar ráðinu fyrir næsta fund 17. janúar.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.1812135 - Ljóðstafur Jóns úr vör, dagskrá

Dagskrárdrög og tillaga að nýrri heimasíðu.
Að mati lista- og menningarráðs býður vönduð, metnaðarfull og fjölbreytt dagskrá bæjarbúa og annarra gesta í ljóðavikunni sem hefst viku áður en afhending Ljóðstafs Jóns úr Vör verður gerð 20. janúar.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.1811496 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni fyrir leigu á Salnum.
Lista- og menningarráð er reiðubúið að styrkja Chopinkeppnina um kr. 125.000 vegna verðlaunaafhendingar og tónleika í Salnum 31. mars 2019.

Fundi slitið - kl. 19:15.