Lista- og menningarráð

104. fundur 12. september 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1908645 - Dagskrá menningarhúsa Kópavogs 2019

Kynning á skipulagðri dagskrá Menningarhúsanna fyrir skólafólk.
Lista- og menningarráð þakkar verkefnastjóra barnamenningar fyrir góða kynningu og þakkar viðburðarteymi Menningarhúsanna fyrir metnaðarfulla og vandaða dagskrá fyrir skólafólk í Kópavogi.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1909255 - Menningarmál: Ársskýrsla 2018 og starfsáætlun 2019

Kynning á ársskýrslu 2018 og starfsáætlun 2019.
Kynningu frestað til næsta fundar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs yfirfarin.
Ráðið þakkar yfirferð yfir stöðu fjármála.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1502338 - Menningarstyrkir 2015-2016

Endurskoðun á reglum sjóðsins
Forstöðumanni menningarmála er falið að vinna að breytingatillögum sem lagðar voru fram á fundinum.

Fundi slitið - kl. 19:00.