Lista- og menningarráð

105. fundur 10. október 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Kynning á fjárhagsáætlun 2020
Lista- og menningarráð þakkar kynningu á fjárhagsáætlun 2020.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðsins yfirfarin.
Staða sjóðs lista- og menningarráðs yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1909255 - Menningarmál: Ársskýrsla 2018 og starfsáætlun 2019

Kynning á ársskýrslu 2018 og starfsáætlun 2019 og 2020.
Lista- og menningarráð þakkar fyrir vandaða skýrslu og starfsáætlun sem er afar gagnleg og mun nýtast málaflokknum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1502338 - Menningarstyrkir 2015-2016

Reglur sjóðs lista- og menningarráðs lagðar fyrir.
Lista- og menningarráð samþykkir drög að nýjum reglum fyrir lista- og menningarsjóð. Í næstu úthlutun verður lögð áhersla á að styrkja verkefni og viðburði sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Reglum er vísað til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Skýrsla Leikfélags Kópavogs lögð fram.
Skýrsla Leikfélags Kópavogs lögð fram en umræðu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

6.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Tillaga að skipun nýrrar nefndar lögð fram.
Lista- og menningarráð samþykkir tillögu að ráðgjafanefnd Gerðarsafns.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

7.1910117 - Gjaldskrá Bókasafns Kópavogs fyrir árið 2020

Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fram.
Lista- og menningarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Bókasafns Kópavogs. Gjaldskrárbreytingum er vísað til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

8.1910147 - Salurinn - Sumardjass

Skýrsla Sumardjass í Salnum lögð fram.
Lista- og menningarráð lýsir mikilli ánægju með sumartónleikaröð Salarins og vonar að hún geti orðið fastur liður í starfsemi Salarins.

Fundi slitið - kl. 19:00.