Lista- og menningarráð

106. fundur 14. nóvember 2019 kl. 17:00 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Bergþór Skúlason
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1909259 - Málefni Gerðarsafns 2015-2019 - Framhaldsmál frá 2011

Jóna Hlíf Halldórsdóttir forstöðumaður kynnir sýningarstefnu og starfsemi Gerðarsafns
Lista- og menningarráð þakkar forstöðumanni Gerðarsafns greinargóða yfirferð yfir starfsemi og stefnu í málefnum safnsins. Ráðið lýsir yfir ánægju með mikla fjölgun gesta sem eru nú ríflega 41.000, og nemur fjölgunin um 500% á síðastliðnum fimm árum. Slíkri fjölgun fylgja áskoranir sem þarf að mæta.

Ráðið felur forstöðumanni Gerðarsafns og forstöðumanni menningarmála að hefja viðræður við eigendur listaverksafns Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur vegna vörslusamnings sem rann út árið 2005.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs lögð fyrir
Staða sjóðs lista- og menningarráðs yfirfarin.

Önnur mál

3.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Drög að jafnréttisáætlun Kópavogs lögð fram til kynningar
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að taka við athugasemdum og koma til jafnréttis- og mannréttindaráðs.

Önnur mál

4.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Skýrsla Leikfélags Kópavogs lögð fram.
Lista- og menningarráð gerir ekki athugasemd við ársreikning og skýrslu Leikfélags Kópavogs. Ráðið felur forstöðumanni menningarmála að boða stjórn Leikfélagsins til fundar í húsakynnum þeirra í byrjun árs 2020 þar sem rekstrarsamningurinn rennur út í lok sama árs.

Önnur mál

5.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Næstu fundir ráðsins
Næstu fundir ráðsins eru 12. desember 2019 og 16. janúar 2020. Á janúarfundinum verða umsóknir í sjóð lista- og menningarráðs teknar til afgreiðslu.

Önnur mál

6.1911147 - Kynning á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða

Kynning á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða
Lista- og menningarráð þakkar Auði Finnbogadóttur verkefnastjóra stefnumótunar í Kópavogi yfirferð yfir stöðu á innleiðingu heimsmarkmiðanna.

Fundi slitið - kl. 19:30.