Lista- og menningarráð

110. fundur 24. janúar 2020 kl. 12:15 - 13:30 Í Bókasafni Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Almenn mál

1.2001645 - Styrkjaafhending lista- og menningarráðs

Fjörutíu umsóknir bárust lista- og menningarráði Kópavogs í sjóð sem ráðið úthlutar úr árlega og hlutu þrettán umsækjendur styrk úr sjóðnum. Afhending fór fram við hátíðlega athöfn í Bókasafni Kópavogs.

Hæsta styrk ráðsins, 4.000.000, hlaut Midpunkt, listamannarými við Hamraborg.
Aðrir sem hlutu styrk eru eftirfarandi:
1.500.000 kr. styrkur: Jazztónleikaverkefni Leifs Gunnarssonar Myschi fyrir börn og fjölskyldur.
1.000.000 kr. styrkur: Gerð heimildamyndar Purks ehf. um aðstæður og baráttu afgansks flóttadrengs á Íslandi.
600.000 kr. styrkur: Sólfinna fyrir Jazztónleikaröð Sunnu Gunnlaugsdóttur í Salnum.
500.000 kr. styrkir: Birnir Jón Sigurðsson sem stendur fyrir sviðslistahátíðinni Safe-Fest og Hafsteinn Karlsson til að skrá sögu sumarhúsabyggðar í Suðurhlíðum Kópavogs.
400.000 kr. styrkur: Sigurður Unnar Birgisson fyrir myndbandsgerð um grasrótarstarf í myndlist í Kópavogi.
340.000 kr. styrkir: Kór Hjallakirkju til að flytja tónverkið Gloria eftir Michael John Trotta og Þórunn Vala Valdimarsdóttir fyrir barrokk tónleika ásamt fleirum í Hjallakirkju.
300.000 kr. styrkir: Afsakið - listhópur, Marteinn Sigurgeirsson til að fullvinna mynd um bræðurna frá Kópavogsbúinu og Stefán Helgi Stefánsson ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur fyrir tónleikaröð í Sunnuhlíð, Boðaþingi og Kastalagerði.
100.000 kr. Styrkur: Camerartica með jólatónleikana Mozart við kertaljós.
Lista- og menningarráð styrkir einnig samkvæmt samþykktum frá síðasta ári, Ljóðahópinn Gjábakka, Sögufélag Kópavogs, Samkór Kópavogs, Söngvini ? kór aldraðra, Karlakór Kópavogs, Kvennakór Kópavogs og Ritlistarhóp Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 13:30.