Lista- og menningarráð

111. fundur 12. mars 2020 kl. 17:00 - 19:30 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða lista- og menningarsjóðs yfirfarin.
Staða sjóðsins yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.17031026 - Tíbrá, tónleikaröð

Tónleikaröðin Tíbrá lögð fram til kynningar.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með væntanlega tónleikadagskrá Tíbrár 2020-2021.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi 2020.
Lista- og menningarráð samþykkir tillögu forstöðumanns menningarmála um styrki til menningarviðburða í Menningarhúsunum í Kópavogi.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.0912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Lista- og menningarráð samþykkir að hækka framlag til ljóðahátíðar Jóns úr Vör fyrir árið 2021.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.1909259 - Málefni Gerðarsafns 2015-2019 - Framhaldsmál frá 2011

Nýting rýmis í Gerðarsafni.
Gunnar Már Karlsson kynnir fyrir lista- og menningarráði tillögu að skiptingu rýmis í Gerðarsafni til að aðgreina rekstur veitingastaðar frá safninu. Formaður ráðsins óskar eftir að gerður verði viðauki við leigusamning rekstraraðila sem lagður verður aftur fram síðar í lista- og menningarráði.Viðaukinn skal taka á notkun á sameiginlegu rými sem góð sátt verður að ríkja um. Taka verður sérstakat tillit til barnamenningarstarfs sem og starfsemi í Gerðarsafni í viðaukanum.

Margrét Tryggvadóttir óskar efir að sjónarmið safnstjóra Gerðarsafns og rekstraraðila veitingastaðar í Gerðarsafni komi fram.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.1911457 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Kynning á útlistaverki
Bjarki Bragason myndlistarmaður kynnir fyrir lista- og menningarráði hugmynd að útilistaverki í Kópavogi. Lista- og mennningarráð lítur jákvætt á erindið og fagnar frumkvæði listamannsins. Ráðið óskar eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd um heppilegt landrými eða staðsetningu fyrir listaverkið. Ennfremur að nefndin kalli listamanninn á sinn fund til að kynna hugmyndina fyrir henni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.2001760 - Styrkbeiðni vegna tónleika Myrkra músíkdaga í Salnum

Myrkir músíkdagar í Salnum
Lista- og menningarráð styrkir Myrka músíkdaga um kr. 200.000,-

Önnur mál

8.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Niðurstöður vinnustofu nefnda og ráða frá 27.2.2020. Óskað er eftir athugasemdum út frá 3 spurningum sem fylgja með.
Lista- og menningarráð Kópavogs leggur eftirfarandi til:

Lista- og menningarráð telur mikilvægt að bjóða í auknu mæli upp á fjölnota og gjaldfrjáls rými fyrir íbúa bæjarins, s.s sali, fundaraðstöður og tæki og tól til ýmissa verkefna og nýsköpunar. Bókasafn Kópavogs hefur í auknu mæli fært þjónustu sína inn á þessi svið en slík starfsemi mætti ná til fleiri rýma í bænum og vera betur kynnt. Fyrirmyndir fyrir slíku er víða að finna, m.a. í almenningsbókasafninu í Helsinki og mætti líta sérstaklega til þess.

Lista- og menningarráð telur mikilvægt að menningarstarfsemi í bænum nái enn betur til hinna ýmsu hópa í bænum sem sumir kunna að vera jaðarsettir. Hér má líta sérstaklega til vel heppnaðs verkefnis þar sem ráðinn var verkefnastjóri til að ná betur til innflytjenda og kynna fjölbreytta starfsemi menningarhúsa bæjarins fyrir þeim hópi. Telur ráðið æskilegt að starfi verkefnastjórans verði haldið áfram og starfsemin jafnframt útvíkkuð svo hún nái til annarra hópa líka og verði unnin í samvinnu við velferðarsvið og menntasvið.

Þá telur ráðið æskilegt að bæta aðgengi allra að upplýsingum um menningarstarfsemi bæjarins og aðra þjónustu, t.d. með texta og kynningum á fleiri tungumálum.

Þá er æskilegt að aðgengi allra Kópavogsbúa að menningarhúsum sé aukið með uppbyggingu í öllum hverfum bæjarins.

Lista- og menningarráð telur brýnt að þegar svæði í bænum eru skipulögð sé gert ráð fyrir útilistaverkum og þau fjármögnuð með innviðagjöldum.

Fundi slitið - kl. 19:30.