Lista- og menningarráð

112. fundur 22. apríl 2020 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2004343 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2020

Umsóknir og ábendingar um Bæjarlistamann 2020
Lista- og menningarráð er einhuga um val á bæjarlistamanni Kópavogs. Tilkynnt verður formlega um valið í maí mánuði.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Viðbrögð menningarmálaflokksins vegna Covid-19
Í ljósi Covid 19 veirunnar er ljóst að menningarviðburðir eins og 17. júní verða ekki með sama sniði eins og verið hefur. Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að útfæra dagskrá fyrir bæjarbúa sem dreifist út sumarið.

Fundi slitið - kl. 19:00.