Lista- og menningarráð

113. fundur 07. maí 2020 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2004295 - Umhverfi menningarhúsa

Tillaga að frágangi og útfærslu á gosbrunni við Menningarhúsin.
Lista og menningarráð samþykkir útfærslu af gosbrunni fyrir sitt leyti.

Lista og menningarráð vill hins vegar ítreka það að farið verði hið fyrsta í heildarskipulag svæðisins og leitað verði til fagaðila um framtíðarskipan svæðisins.

Slíkt skipulag ætti að taka mið af menningarstarfsemi svæðisins sem hafa skýra tengingu við starf menningarhúsanna sem og list Gerðar Helgadóttur.

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Viðbrögð vegna 17. júní hátíðarhalda og viðburða í sumar.
Farið var yfir tillögur að mögulegum útfærslum að hátíðahöldum á 17. júní og í sumar. Forstöðumanni er falið að halda áfram að vinna að tillögum í samstarfi við bæjarstjóra og Almannavarnir.

Fundi slitið - kl. 19:00.