Lista- og menningarráð

115. fundur 20. ágúst 2020 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Farið yfir stöðu sjóðs lista- og menningarráðs.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Kynning á starfi fjölmenningarfulltrúa Menningarhúsanna.
Lista- og menningarráð þakkar Jasminu Crnac fjölmenningarfulltrúa Menningarhúsanna fyrir góða yfirferð á starfi hennar og því sem framundan er. Það er ljóst að Jasmina hefur eflt menningarstarfsemi Kópavogsbúa af erlendum uppruna svo um munar og standa vonir til að unnt sé að fastráða starfsmann til að gegna þessu mikilvæga starfi í næstu fjárhagsáætlun.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Fundargerð ráðgjafanefndar lögð fram.
Lista- og menningarráð ítrekar að hlutverk ráðgjafanefndar Gerðarsafns er að fara yfir sýningatillögur og vera forstöðumanni til ráðgjafar um sýninga- og söfnunarstefnu og innkaup á aðföngum. Formaður lista- og menningarráðs býðst til að mæta á næsta fund ráðgjafanefndar til að ræða hlutverk þess.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Lista- og menningarráð ræddi málið en frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Aðsend erindi

5.2008421 - Ósk um samstarf um að setja upp útilistaverk á hringtorg í Lundarhverfi

Málinu frestað til næsta fundar.
Lista- og menningarráð frestar málinu til næsta fundar.

Önnur mál

6.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Umfjöllun um drög að fimm stefnumarkandi áætlunum
Lista- og menningarráð þakkar kynningu Auðar Finnbogadóttur verkefnastjóra stefnumótunar. Forstöðumaður menningarmála mun koma ábendingum ráðsins áfram til verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 19:00.