Lista- og menningarráð

116. fundur 10. september 2020 kl. 17:00 - 20:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Bergþór Skúlason varamaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá
Tillaga er um að mál nr. 3 á dagskrá fundarins verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum skv. 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða sjóðs og innheimtir styrkir ræddir.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Samræmdur opnunartími Menningarhúsa Kópavogs.
Lista- og meninngarráð vill láta kostnaðarmeta það að samræma opnunartíma bókasafns og Náttúrufræðistofu við Gerðarsafn og hafa opið á sunnudögum. Verður áætluninni vísað áfram til fjárhagsáætlunar næstar árs.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1909259 - Málefni Gerðarsafns 2015-2019 - Framhaldsmál frá 2011

Málefni Gerðarsafns.
Rætt um uppkomna stöðu mála í Gerðarsafni.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Málið rætt og frestað.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Skýrsla 17. júní hátíðarhalda í Kópavogi 2020.
Lista- og menningarráð lýsir mikilli ánægju með verkefnastjórn sautjánda júní hátíðahaldanna og greinagóða skýrslu. Ráðið telur æskilegt að taka mið af framkvæmd þessa árs við skipulag næstu hátíðar og vera í góðu samstarfi við félagasamtök í bænum.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.2008421 - Ósk um samstarf um að setja upp útilistaverk á hringtorg í Lundarhverfi

Útilistaverk í Lundarhverfi.
Lista- og menningarráð vill gjarnan fjölga útilistaverkum í Kópavogi en getur ekki orðið við erindinu. Ráðið stefnir á að kortleggja þau listaverk sem þegar eru í bænum og meta hvar nýjum verkum verður best fyrir komið.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.2009105 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna útgáfu bókar um Kristínu Þorkelsdóttur.
Lista- og menningarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni þar sem hún samræmist ekki reglum sjóðsins.

Fundi slitið - kl. 20:00.