Lista- og menningarráð

117. fundur 01. október 2020 kl. 17:00 - 19:25 Í Bókasafni Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1909259 - Málefni Gerðarsafns

Pálmi Þór Másson bæjarritari kynnti stöðu mála varðandi málefni Gerðarsafns.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða sjóðsins yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2009820 - Almenningsbókasöfn höfuðborgarsvæðisins óska eftir að bókasafnsskírteini verði sameiginleg fyrir höfuðborgarsvæðið

Sameiginlegt bókasafnskort á höfuðborgarsvæðinu.
Lista- og menningarráð tekur vel í þessar hugmyndir bókasafna á höfuðborgarsvæðinu.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að kanna rekstrarfyrirkomulag annarra leikfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður tekið upp á næsta fundi lista- og menningarráðs.

Fundi slitið - kl. 19:25.