Lista- og menningarráð

118. fundur 22. október 2020 kl. 17:00 - 19:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða lista- og menningarsjóðs yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2010440 - Kynning á starfsemi Héraðsskjalasafns Kópavogs

Málefni Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Lista- og menningarráð þakkar Hrafni Sveinbjarnarsyni forstöðumanni Héraðsskjalasafns fyrir greinagóða yfirferð á starfsemi safnsins.Lista- og menningarráð tekur undir áhyggjur héraðsskjalavarðar um að geymslurými safnisns sé á þrotum og felur forstöðumanni menningarmála í samvinnu við formann að vinna að lausn á húsnæðismálum safnins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Reglur um ráðgjafanefnd Gerðarsafns.
Í samræmi við umræðu á fundinum felur Lista- og menningarráð forstöðumanni menningarmála að koma með tillögu að endurbættum reglum fyrir ráðgjafanefnd Gerðarsafns.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2010430 - Siðreglur Íslandsdeildar ICOM

Siðareglur ICOM.
Lagt fram.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.2010429 - Menningarmál Ársskýrsla 2019 og starfsáætlun 2020

Ársskýrsla og starfsáætlun menningarmála.
Lista- og menningarráð lýsir mikilli ánægju með skýrsluna og metnaðarfulla og vel sótta dagskrá Menningarhúsanna.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Lista- og menningarráð óskar eftir fundi með fulltrúum frá Leikfélagi Kópavogs 12. nóvember.

Fundi slitið - kl. 19:15.