Lista- og menningarráð

119. fundur 05. nóvember 2020 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir varamaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða sjóðs lista- og menningarráðs lögð fram.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Drög að reglum.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að uppfæra reglurnar í samræmi við umræður í ráðinu og leggja fram á næsta fundi. Ráðið óskar jafnframt eftir því að tilnefningar í ráðgjafanefndina liggi fyrir á næsta fundi.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2010686 - Listaverkakaup Gerðarsafns 2020

Tillögur kynntar.
Lista- og menningarráð samþykkir tillögur forstöðumanns Gerðarsafns.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2010687 - Gerðarverðlaunin 2020

Kynning.
Forstöðumanni Gerðarsafns er falið að vinna málið áfram ásamt ráðgjafanefnd safnsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.2010688 - Sýningadagskrá Gerðarsafns 2021

Sýningardagskrá Gerðarsafns 2021 lögð fram.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með metnaðarfulla dagskrá Gerðarsafns árið 2021.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

6.2010690 - Samstarfsverkefni Þykjó og Menningarhúsanna í Kópavogi

Kynning á hugmynd um nýtt samstarfsverkefni.
Lagt fram.

Menningarviðburðir í Kópavogi

7.2009336 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna tónleikahalds í nóvember.
Í ljósi núverandi samkomubanns og óvissuástands telur lista- og menningarráð sér ekki fært að verða við umsókninni.

Menningarviðburðir í Kópavogi

8.2011069 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna leikverks í Guðmundarlundi.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að skoða nánari útfærslu.

Menningarviðburðir í Kópavogi

9.1911456 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Tilfærsla á styrk.
Lista- og menningarráð hefur skilning á því að tímaáætlanir raskist.

Menningarviðburðir í Kópavogi

10.1911474 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um breytingu.
Lista- og menningarráð hefur skilning á því að áætlanir breytist og verkefnið þurfi að taka mið af því.

Aðsend erindi

11.2010612 - Fyrirkomulag úthlutana styrkja úr menningarsjóði Kópavogs

Úthlutun styrkja.
Málið lagt fram og rætt.

Almenn mál

12.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Fundatímar.
Fyrirhuguðum fundi með fulltrúum Leikfélags Kópavogs er frestað til 19. nóvember kl. 18.

Fundi slitið - kl. 19:00.