Lista- og menningarráð

121. fundur 14. janúar 2021 kl. 17:00 - 19:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðs lista- og menningarráðs.
Staða lista- og menningarsjóðs yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Framlag ráðsins til menningarstarfsemi á vegum Kópavogsbæjar.
Lista- og menningarráð samþykkir tillögur sem lagðar eru fram á fundinum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Samræmdur opnunartími Menningarhúsanna.
Upplýst um breyttan opnunartíma menningarhúsanna.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Áherslubreytingar í menningarstarfi.
Áherslubreytingar kynntar og ræddar og ráðið leggur til að vinnu verði haldið áfram. Samhliða mun lista- og menningarráð endurskoða menningarstefnu Kópavogs.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Málinu frestað.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.2011386 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vega uppsetningar á Eldblóminu í Kópavogi.
Umsókn dregin til baka.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.2011374 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna fræðsluverkefnis Pörupilta fyrir 10. bekkinga.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við umsókninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.2011214 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna leiksýningar fyrir 6. bekki í Borgarleikhúsinu.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við umsókninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.2011394 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna frumflutnings og sýningar á barnatónleikhúsverkinu Skemmtilegt er myrkrið.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við umsókninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

10.2012416 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni frá Samkór Kópavogs.
Lista- og menningarráð samþykkir að styrkja Samkór Kópavogs um kr. 300.000,-

Önnur mál

11.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi lögð fram til umsagnar.
Lista- og menningarráð bendir á að í skýrslunni er ekkert minnst á útivistarsvæði fyrir hunda og óskar eftir því að þeim sé bætt við. Þá bendir ráðið á að bæta mætti lífsgæði íbúa með betri lýsingu á listaverk bæjarins sem mörg hver eru í tengslum við leik- og útivistarsvæði. Auk þess mætti bæta við lýsingu almennt í bænum, á gróður og byggingar og mikilvægt að slíkt sé unnið af fagaðilum. Þá mætti huga sérstaklega að listrænni hönnun leiktækja og leiksvæða.

Önnur mál

12.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Lokaskýrsla vegna innleiðingar Barnasáttmála hjá Kópavogsbæ lögð fram til kynningar.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.