Lista- og menningarráð

49. fundur 06. október 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Þórður Gunnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1008096 - Aðgerðaráætlun 2016

Forstöðumaður Listhúss og Guja Sandholt kynna hugmyndir að nýrri hátíð vorið 2016.
Lista- og menningarráð lítur jákvætt á hugmyndina og að hún verði þróuð áfram.

2.1509303 - Náttúrufræðistofa Kópavogs, náttúrugripasafn

Verkefni Gagarín fyrir Listhús Kópavogsbæjar skv. samningi frá 14. ágúst. Kynning Gagarín á fyrsta áfanga margmiðlunarvæðingar náttúrugripasafns Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með fyrsta áfanga verkefnisins sem hófst í framhaldi af samþykkt menningarstefnu Kópavogsbæjar. Ráðið leggur til að bæjarráð fái kynningu á verkefninu um leið og fyrsta áfanga lýkur og kostnaðaráætlun liggur fyrir.

3.1509695 - Leikfélag Kópavogs

Reikningar LK og skýrsla stjórnar LK. Gögn lögð fyrir lista- og menningarráð skv. ákvæðum rekstrar- og samstarfssamnings LK og Kópavogsbæjar frá árinu 2007.
Lista- og menningarráð samþykkir afgreiðslu árlegs styrks til LK og leggur um leið áherslu á að LK leysi sjálft ágreining sinn við leikfélag MK þannig að málið verði úr sögunni í næstu skýrslu leikfélagsins til Kópavogsbæjar.

Fundi slitið.