Lista- og menningarráð

122. fundur 11. febrúar 2021 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Staða sjóðsins kynnt.
Staða sjóðsins yfirfarin.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Stofnskrár menningarstofnana í Kópavogi.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til lögfræðideildar og óskar eftir áliti og tillögum til úrbóta. Ráðið tilnefnir tvo tengiliði Auði Sigrúnardóttur og Pál Marís Pálsson til að koma athugasemdum ráðsins áleiðis.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Reglur ráðgjafanefndar Gerðarsafns.
Lista- og menningarráð samþykkir reglur um ráðgjafanefnd Gerðarsafns.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Málefni Leikfélags Kópavogs. Drög að nýjum samningi.
Lista- og menningarráð samþykkir að senda samninginn til yfirlestrar hjá lögfræðideild bæjarins og í framhaldinu til Leikfélags Kópavogs.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2102010 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Tónleikar fyrir eldri borgara.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita I Primi kr. 400.000 til ókeypis tónleikahalds fyrir eldri borgara í Salnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.