Lista- og menningarráð

123. fundur 11. mars 2021 kl. 17:00 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1812135 - Ljóðstafur Jóns úr vör, dagskrá.

Umræður um Ljóðstaf Jóns úr Vör 2022.
Elísabet Indra Ragnarsdóttir er gestur þessa dagskrárliðar frá 18:15-18:45.
Í tilefni af 20 ára afmæli Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2022 vill lista- og menningarráð halda sérstaklega upp á þau tímamót. Starfsfólki menningarmála verði falið að móta tillögur í þeim anda og leggja fyrir ráðið. Enn fremur er starfsmönnum falið að skerpa á reglum keppninnar og skipan dómnefndar.

Gestir

  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir - mæting: 18:15

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2004343 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2020

Val á bæjarlistamanni og heiðurslistamanni Kópavogs 2021.
Samþykkt að auglýsa eftir bæjarlistamanni.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2009283 - 17. júní 2020

Fyrirkomulag 17. júní 2021.
Lista- og menningarráð leggur til að 17. júní hátíðarhöldum verði áfram skipt niður á hverfi og felur forstöðumanni menningarmála að vinna málið áfram.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2103139 - Hljóðverk 2021, tónsmíðaverkefni. Salurinn

Kynning á niðurstöðu úr tónsmíðakeppni Salarins.
Niðurstaða á vali Salarins úr Hljóðverki 21/22 lögð fram. Ráðið fagnar fjölbreytileika og spennandi nálgun tónskáldanna á viðfangsefninu.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.2102308 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um tillögur að samkeppni er varðar endurnýjun á Himnastiganum

Hönnun Himnastigans.
Lista- og menningarráð fagnar samvinnunni við umhverfis- og samgöngusvið um aðkomu að hönnun á endurnýjuðum Himnastiga og leggur til að farið verði í samkeppni. Ráðið óskar eftir því að forstöðumaður menningarmála verði fulltrúi ráðsins í samstarfinu við umhverfis- og samgöngusvið.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

6.2103092 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn vegna flamenco tónleikahalds.
Lista- og menningarráð þakkar sýndan áhuga á þátttöku í menningarstarfi innan bæjarfélagins, en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

7.1706376 - Minnisvarði um Jón úr Vör - Skáldarómur eftir Grím Marinó

Minnisvarði um Jón úr Vör.
Forstöðumanni falið að kanna möguleika á minnisvarða um Jón úr Vör.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Samningur við Leikfélag Kópavogs.
Málið rætt og tekið upp að nýju á næsta fundi.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.2103005 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna Schumann tónleikaraðar.
Lista- og menningarráð þakkar sýndan áhuga á þátttöku í menningarstarfi innan bæjarfélagins, en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

10.2102833 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni frá Óperukór Reykjavíkur vegna flutnings á Mozart Requiem.
Lista- og menningarráð þakkar sýndan áhuga á þátttöku í menningarstarfi innan bæjarfélagins, en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

11.2102765 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn vegna heimildamyndagerðar.
Lista- og menningarráð þakkar sýndan áhuga á þátttöku í menningarstarfi innan bæjarfélagins, en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

12.2102540 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna menningarhátíðar í Kópavogi.
Lista- og menningarráð þakkar sýndan áhuga á þátttöku í menningarstarfi innan bæjarfélagins, en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

13.2102473 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn vegna sirkussýningar í júlí.
Lista- og menningarráð þakkar sýndan áhuga á þátttöku í menningarstarfi innan bæjarfélagins, en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Önnur mál

14.2103619 - Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar og Viðreisnar varðandi vinnustaðagreiningu

Vinnustaðagreining.

Önnur mál

15.2103620 - Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata varðandi ráðningu forstöðumanns

Ráðning forstöðumanns.

Önnur mál

16.2103618 - Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata varðandi nýtingu á neðanjarðargöngum

Nýting á neðanjarðargöngum við Hamraborg.

Fundi slitið - kl. 19:15.