Lista- og menningarráð

125. fundur 08. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Ingólfur Arnarson fjármálastjóri og Salvör Þórisdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Málið rætt.
Ingólfur yfirgefur fundinn kl. 17:17.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Drög að minnisblaði lögfræðideildar vegna erindisbréfs nefndarinnar.
Salvör Þórisdóttir lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Vinnu verður framhaldið í samræmi við umræðu fundarins.
Salvör yfirgefur fundinn kl. 17:39.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Skipan ráðgjafanefndar Gerðarsafns.
Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2104052 - Tíbrá, tónleikaröð 2021-2022. Tillögur

Tillögur að Tíbrá tónleikaröð Salarins 2021-2022.
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með val listamanna í tónleikaröðinni Tíbrá 2021-2022.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.2103619 - Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar og Viðreisnar varðandi vinnustaðagreiningu

Staða á vinnustaðagreiningu.
Vigdís víkur undir þessum lið.
Mannauðsstjóri Kópavogs er með í undirbúningi að hefja vinnustaðagreiningu í haust.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

6.2103620 - Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata varðandi ráðningu forstöðumanns

Staða á ráðningu forstöðumanns.
Vigdís tekur aftur sæti á fundinum.
Auglýst verður eftir forstöðumanni síðsumars.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

7.2103618 - Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata varðandi nýtingu á neðanjarðargöngum

Nýting á neðanjarðargöngum við Hamraborg.
Forstöðumanni er falið að bóka skoðunarferð um göngin.

Menningarviðburðir í Kópavogi

8.2104082 - 17 júní 2021

Tillögur að útfærslu 17. júní í Kópavogi 2021
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að vinna áfram með tillögurnar að 17. júní hátíðarhöldunum út frá þeim takmörkunum sem verða í samfélaginu á þeim tíma.

Fundi slitið - kl. 18:15.