Lista- og menningarráð

126. fundur 29. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.1812135 - Ljóðstafur Jóns úr vör, dagskrá

Dagskrá Ljóðahátíðar Jóns úr Vör 2021.
Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðastjóri menningarmála kemur á fundinn kl. 17 og kynnir hugmyndir að Ljóðahátíð Jóns úr Vör á 20 ára afmæli hátíðarinnar í janúar 2022. Lista- og menningarráð fagnar dagskrá afmælishátíðarinnar og samþykkir heildarkostnað við hátíðina. Verðlaunafé helst óbreytt. Ráðið felur verkefnastjóra að hrinda dagskránni úr vör ásamt því að móta reglur um skipan og störf dómnefndar.
Elísabet Indra yfirgefur fundinn kl. 17:15.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1809398 - Ráðgjafanefnd Gerðarsafns

Skipan ráðgjafanefndar Gerðarsafns.
Lista- og menningarráð samþykkir tillögur forstöðumanns Gerðarsafns um að ráðgjafanefnd safnsins skuli skipuð Sindra Leifssyni, Katrínu Elvarsdóttur og Eggerti Péturssyni.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár

Endurskoðun á samningi við Leikfélag Kópavogs.
Málið rætt.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2104500 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2021

Tillögur að Bæjarlistamanni Kópavogs 2021.
Lista- og menningarráð frestar valinu.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2104374 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk til endurútgáfu á verkum tengdum Sigfúsi Halldórssyni.
Lista- og menningarráð þakkar fyrir umsóknina en getur því miður ekki veitt henni brautargengi þar sem reglur sjóðsins kveða á um að ekki skulu veittir styrkir vegna útgáfu efnis.

Almenn mál

6.2104526 - Samræmd safnastefna

Samræmd safnastefna íslenskra listasafna.
Lista- og menningarráð þakkar svarið sem barst við fyrirspurninni.

Fundi slitið - kl. 19:00.