Lista- og menningarráð

131. fundur 02. september 2021 kl. 12:00 - 17:00 hjá samstarfsnefnd
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Menningarviðburðir í Kópavogi

1.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Undirbúningsfundur vegna menningarstefnu Kópavogs
Lista- og menningarráð stóð fyrir starfsdegi í Guðmundarlundi þar sem lögð voru drög að nýrri menningarstefnu undir stjórn Auðar Finnbogadóttur verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ og Soffíu Karlsdóttur forstöðumanns menningarmála. Stefnt er að því að leggja drög að menningarstefnu í samráðsgátt síðar á árinu.

Eftirfarandi starfsmenn menningarmála tóku þátt í starfsdeginum og þakkar ráðið þeim fyrir frábært framlag til stefnumótunarinnar:
Aino Freyja Järväla forstöðumaður Salarins, Brynhildur Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu bókasafnsins, Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðarstjóri menningarmála, Finnur Ingimarsson forstöðumaður Náttúrufræðistofu, Guðmundur Þorsteinsson skjalavörður Héraðsskjalasafni, Hallgerður Hallgrímsdóttir verkefnastjóri Gerðarsafni, Harpa Rós Guðmundsóttir verkefnastjóri bókasafns, Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður, Ingibjörg Gréta Gísladóttir verkefnastjóri Vatnsdropans, Íris María Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri menningarmála, Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir móttökustjóri Salnum, Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður bókasafns, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir útibússtjóri Lindasafni, Símon Hjalti Sverrisson margmiðlunarfræðingur Héraðsskjalasafni og Þorgerður Þórhallsdóttir verkefnastjóri Gerðarsafni.

Fundi slitið - kl. 17:00.