Lista- og menningarráð

132. fundur 16. september 2021 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2106585 - Vettvangsferð - Útilistaverk og undirgögn við Hamraborg

Staða útilistaverka í Kópavogi.
Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns situr fundinn undir þessum lið. Lista- og menningarráð þakkar Brynju fyrir kynninguna. Ráðið samþykkir tillögu forstöðumanns Gerðarsafns og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar bæjarstjórnar. Ráðið vekur enn fremur athygli á aðkallandi viðgerðum á tveimur verkum Gerðar Helgadóttur sem liggja undir verulegum skemmdum.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Kynning á nýju útliti og lógói menningarmálaflokksins.
Íris María Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri menningarmála situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Lista- og menningarráð þakkar Írisi kynninguna og fagnar nýju og glæsilegu útliti MEKÓ, menning í Kópavogi.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Endurskoðun á reglum sjóðs lista- og menningarráðs.
Lista- og menningarráð leggur til að umsóknarfrestur úr lista- og menningarsjóði renni út 22. október. Auglýst verði eftir umsóknum frá og með 22. september skv. reglum sjóðsins. Ráðið leggur til að sérstök áhersla verði lögð á styrkveitingu til verkefna og viðburða sem þjóni íbúum í sem flestum hverfum bæjarins.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2109410 - Heiðurslistamaður Kópavogs 2021

Val á heiðurslistamanni Kópavogs.
Lista- og menningarráð leggur til að tilnefning til heiðurslistamanns Kópavogs fari fram miðvikudaginn 1. desember.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2109011 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna tónleikahátíðar og októberfestivals.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Fundi slitið - kl. 19:00.