Lista- og menningarráð

134. fundur 09. desember 2021 kl. 16:30 - 19:00 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2106585 - Vettvangsferð - Útilistaverk og undirgögn við Hamraborg

Svar frá umhverfissviði vegna hugmynda um nýtingu undirganga.
Lagt fram.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Drög að menningarstefnu Kópavogsbæjar lögð fram.
Menningarstefna rædd. Vinnu við stefnuna verður framhaldið á næsta fundi ráðsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2010687 - Gerðarverðlaunin

Kynning á tillögu að handhafa Gerðarverðlaunanna 2021.
Brynja Sveinsdóttir kemur á fund ráðsins kl. 17:40.
Brynja kynnir tillögu að handahafa Gerðarverðlauna 2021. Lista- og menningarráð samþykkir valið einróma.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.21111485 - Listaverkakaup Gerðasafns 2021

Tillaga að listaverkakaupum fyrir Gerðarsafn.
Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns kynnir innkaupatillögur Gerðarsafns. Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju sinni með val verkanna. Brynja yfirgefur fundinn kl. 17:55.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.21111487 - Styrkir frá lista- og menningarráði fyrir menningarhús og menningarviðburði árið 2022

Styrkir til menningarstofnana Kópavogs 2022
Máli frestað.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.1812135 - Ljóðstafur Jóns úr vör, dagskrá

Drög að reglum samþykkt með áorðnum breytingum.
Lista- og menningarráð samþykkir reglur um Ljóðstaf Jóns úr Vör.
Fylgiskjöl:

Menningarviðburðir í Kópavogi

7.2109410 - Heiðurslistamaður Kópavogs 2021

Tilnefning heiðurslistamanns Kópavogs.
Lista- og menningarráð tilnefnir Þóri Baldursson nýjan heiðurslistamann Kópavogs.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.2111340 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna gjaldfrjálsrar sýningar fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Erni Árnasyni styrk að upphæð kr. 625.000 vegna sýningar fyrir eldri borgara sem fram fer í Salnum 2022.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.2112305 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um rekstrarstyrk fyrir Y gallerí í Hamraborg.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Y gallerí styrk að upphæð kr. 1.500.000 vegna sýningardagskrár á vormisseri 2022.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

10.2110137 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni frá Leikfélagi Kópavogs.
Forstöðumanni menningarmála falið að afla frekari upplýsinga um málið.

Aðsend erindi

11.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Lýðheilsustefna lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn mál

12.1709301 - Staða lista- og menningarsjóðs

Fundatímar næsta árs.
Næstu fundir ráðsins verða haldnir 6. janúar, 3. febrúar og 3. mars 2022.

Fundi slitið - kl. 19:00.