Lista- og menningarráð

135. fundur 06. janúar 2022 kl. 17:00 - 19:35 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Drög að nýrri menningarstefnu Kópavogs.
Farið yfir drög að menningarstefnu. Fulltrúum úr meirihluta og minnihluta, Guðmundi Geirdal og Margréti Tryggvadóttur falið að vinna að stefnunni áfram með forstöðumanni menningarmála.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2201135 - Ráðstöfun á fjárheimild

Ráðstöfun á fjárheimild.
Lista- og menningarráð samþykkir að fjárheimild undir málaflokki 05814 megi nýta í styrki til einstaklinga eða félagasamtaka með leiklistartengda starfsemi.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.2112008 - Umsókn um styrk á listrænni alfræðiorðabók um formfræði fjalla

Styrkumsókn vegna bókaútgáfu.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni þar sem hún samræmist ekki reglum sjóðsins.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.2110138 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um rökstuðning vegna styrkbeiðni.
Samkvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga þarf ekki að rökstyðja ákvörðun um úthlutun styrkja á sviði lista og menningar.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2110137 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Svar við fyrirspurn lista- og menningarráðs
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Leikfélagi Kópavogs kr. 1.200.000 vegna uppsetningar á Dario Fo.

Fundi slitið - kl. 19:35.