Lista- og menningarráð

136. fundur 03. febrúar 2022 kl. 17:00 - 19:30 í Salnum, Hamraborg 6
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir, aðalmaður boðaði forföll og Bergþór Skúlason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Umræða um menningarstefnu Kópavogs
Lista- og menningarráð fjallar um menningarstefnuna og stefnir á að halda áfram vinnu við hana næstu vikur.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2201848 - Salurinn 2022

Kynning á dagskrá og tækninýjungum Salarins.
Aino Järvela forstöðumaður Salarins kemur á fund ráðsis og fer yfir starfsemi og aðsókn liðinna ára ásamt því að kynna þá starfsemi Salarins sem framundan er. Lista- og menningarráð þakkar frábæra kynningu og óskar forstöðumanni og starfsmönnum Salarins til hamingju með metnaðarfulla dagskrá og nýjan búnað sem lyftir Salnum á nýjan stað hvað varðar tónleika- og ráðstefnuhald.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2201849 - Framlag til dagskrár og viðburða menningastofnana í Kópavogi

Framlag til menningarstofnana Kópavogs
Lista- og menningarráð samþykkir að veita framlag að upphæð kr. 23.050.000,- til viðburða og verkefna sem menningarstofnanir Kópavogsbæjar standa fyrir árið 2022 og að hluta til árið 2023. Ráðið er sammála þeirri áherslu forstöðumanns Salarins að framlag sem hann fær úthlutað skuli nýttir í hefðbundna dagsrkárviðburði en einnig til nýrra dagskrárraða sem meðal annars höfða til yngri tónlistarmanna og gesta.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2201850 - Vatnsdropinn

Staða á alþjóðlega menningarverkefninu Vatnsdropanum.
Forstöðumaður menningarmála fer yfir stöðu Vatnsdropans til þessa og hvað framundan er.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2112696 - Styrkbeiðni til bæjarráðs vegna gerð heimildarmyndar

Styrkbeiðni vegna heimildarmyndargerðar um Þóri Baldursson.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Jóhanni Sigurjóni Sigmarssyni kr. 1.000.000 til heimildarmyndagerðar um Þóri Baldursson heiðurslistamann Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:30.