Lista- og menningarráð

137. fundur 24. mars 2022 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Menningarviðburðir í Kópavogi

1.22032153 - 17. júní 2022

Staðsetning 17. júní hátíðarhalda í Kópavogi.
Lista- og menningarráð leggur til að hátíðarhöldin fari fram á fimm stöðum í bænum líkt og undanfarin tvö ár. Einnig leggur ráðið til að ekki verði efnt til kvöldtónleika þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun.

Menningarviðburðir í Kópavogi

2.22032154 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2022

Val á bæjarlistamanni 2022.
Lista- og menningarráð mun taka fyrir val á bæjarlistamanni á fundi sínum 29. apríl og verður valið tilkynnt við hátíðlega athöfn um miðjan maí.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.22032155 - Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2022

Dagskrá Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.
Lista- og menningarráð fagnar metnaðarfullri og afar fjölbreyttri dagskrá Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2109410 - Heiðurslistamaður Kópavogs 2021

Tónleikar Þóris Baldurssonar heiðurslistamanns.
Lista- og menningarráð samþykkir aðkomu að tónleikum heiðurslistamanns Kópavogs, Þóris Baldurssonar, í Salnum í maí.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.22032316 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna gjaldfrjálsra tónleika í Salnum.
Lista- og menningarráð getur því miður ekki styrkt Karlakór Kópavogs umfram það sem þegar hefur verið gert á þessu ári.

Fundi slitið - kl. 19:00.