Lista- og menningarráð

139. fundur 29. apríl 2022 kl. 16:00 - 16:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aino Freyja Jarvela starfsmaður nefndar
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Aino Freyja Jarvela Forstöðumaður Salarins
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2022

Kynnt samantekt um samráð um menningarstefnu Kópavogs.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með viðtökur og innsendar athugasemdir sem bárust í samráðsgáttina. Þær munu nýtast í aðgerðaráætlun stefnunnar.

Lista- og menningarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýja Menningarstefnu Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.22032154 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2022

Val á bæjarlistamanni 2022
Lista- og menningarráð er sammála um val á Bæjarlistamanni Kópavogs 2022 og verður tilkynnt um valið við formlega athöfn í Salnum.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.220426631 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkumsókn fyrir Kársneshátíð
Styrkumsókn samþykkt með fjórum atkvæðum og einni hjásetu.

Fundi slitið - kl. 16:45.