Lista- og menningarráð

140. fundur 19. maí 2022 kl. 16:00 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þóra Marteinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2205876 - Endurnýjun á flygli fyrir Salinn

Endurnýjun á flygli í Salnum.
Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2205907 - Innkaup á verkum Gerðar Helgadóttur

Kaup á verkum eftir Gerði Helgadóttur.
Lista- og menningarráð fagnar heilshugar þeim tveimur tímamótaverkum Gerðar Helgadóttur sem Gerðarsafni stendur til boða og samþykkir að veita safninu 1,5 milljón króna til kaupa á verkunum. Ráðið leggur jafnframt til að Gerðarsafn nýti framlag til listaverkakaupa, úr sjóði lista- og menningarráðs, til að mæta þeim kostnaði sem út af stendur, enda um að ræða einstakt tækifæri til að efla safneign Gerðarsafns.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.2204236 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk til tónleikahalds.
Lista- og menningarráð óskar eftir nánari upplýsingum og fjárhagsáætlun um verkefnið.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.2204558 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna kvikmyndagerðar.
Lista- og menningarráð þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við beiðninni.

Styrkbeiðnir - Starfsstyrkir listamanna

5.2205007 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna sýningahalds í Y gallerý.
Lista- og menningarráð óskar eftir að fá fulltrúa frá Y gallerí á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.