Lista- og menningarráð

141. fundur 27. júní 2022 kl. 16:00 - 17:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Almenn mál

1.22067508 - Kosning formanns og varaformanns lista- og menningarráðs

Kosning formanns og varaformanns í lista- og menningarráð.
Elísabet Berglind Sveinsdóttir var kjörinn formaður lista- og menningarráðs og Helga Hauksdóttir varaformaður þess.

Almenn mál

2.22067509 - Kynningar á ráðsmönnum og starfsmanni ráðsins

Ráðsmenn og starfsmaður ráðsins kynna sig.
Nýtt lista- og menningarráð og forstöðumaður menningarmála kynntu sig til leiks og sögðu frá sýn sinni á málefni sem heyra undir ráðið.

Almenn mál

3.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Fastir fundatímar lista- og menningarráðs.
Næstu fundir lista- og menningarráðs verða 24. ágúst, 21. september og 19. október kl. 16 - 18.

Almenn mál

4.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2022

Kynning og umræða um menningarstefnu Kópavogsbæjar.
Menningarstefna Kópavogsbæjar rædd og nýr málefnasamningur sem lýtur að menningarmálum kynntur.

Fundi slitið - kl. 17:30.