Lista- og menningarráð

144. fundur 24. október 2022 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Almenn mál

1.2210331 - Kópavogur Menningarborg Evrópu 2028

Kópavogur Menningarborg Evrópu 2028. Forstöðumaður menningarmála kynnir.
Umsókn í forval þess efnis að Kópavogur verði ein af Menningarborgum Evrópu árið 2028 er spennandi verkefni.

Lista- og menningarráð mælir með því að haldið sé áfram með umsóknina þar sem hún er þegar langt komin, enda lítur það svo á að vinnan muni nýtast bæjarfélaginu hvort sem af verður eða ekki.

Verkefnið kom inn með mjög skömmum fyrirvara og því þarf að hafa hraðar hendur. Lista- og menningarráð gerir sér grein fyrir að þetta er viðamikið og kostnaðarsamt verkefni og því mikilvægt að nota næstu mánuði til að kanna með hvaða hætti hægt væri að fullfjármagna það.

Gestur á fundinum frá kl. 08:15-10:00 var María Kristín Gylfadóttir frá North Consulting.


Bókun um tillögu um að Kópavogur sæki um að vera „Menningarborg Evrópu“

Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í lista- og menningarráði vill leggja fram eftirfarandi bókun:

Samkvæmt erindisbréfi fulltrúa í lista- og menningarráði og bæjarmálasamþykkt er skýrt að ráðið fer með stefnumörkun í menningarmálum bæjarins. Það er ólíðandi og ámælisvert að ráðið sé sniðgengið með öllu þegar lagt er til við bæjarráð að bærinn sæki um að vera Menningarborg Evrópu og ekki einu sinni upplýst um málið. Samfylkingin setur sig ekki upp á móti hugmyndinni en hefði kosið lengri tímafrest og betri stjórnsýslu í ferlinu.

Virðingarfyllst,

Margrét Tryggvadóttir
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar




Fundi slitið - kl. 10:00.