Lista- og menningarráð

147. fundur 15. desember 2022 kl. 16:00 - 19:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2209577 - Heimsókn lista- og menningarráðs til Náttúrufræðistofu Kópavogs 2022

Kynning á starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Lista- og menningarráð þakkar Finni Ingimarssyni, forstöðumanni Náttúrufræðistofu, fyrir móttökuna og fróðlega kynningu um starfsemi safnsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2209578 - Heimsókn lista- og menningarráðs á bókasafnið í Kópavogi 2022

Kynning á starfsemi Bókasafns Kópavogs.
Lista- og menningarráð þakkar Lísu Valdimarsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Kópavogs, fyrir móttökuna og fróðlega kynningu um starfsemi safnsins.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2212265 - Tillaga að listaverkakaupum Gerðarsafns árið 2022

Lögð fram tillaga að listaverkakaupum Gerðarsafns.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju sinni með val innkaupanefndar á nýjum aðföngum fyrir Gerðarsafn.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2212440 - Stjórnsýsla - Menningarmál

Kynning á greiningu á starfsemi menningarhúsanna.
Lista- og menningarráð fagnar úttekt sem ráðast verður í á starfsemi menningarhúsanna.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.22032153 - 17. júní 2022

Skýrsla verkefnastjóra um 17. júní í Kópavogi 2022.
Lista- og menningarráð þakkar verkefnastjóra sautjánda júní fyrir vel heppnaða hátíð og gagnmerka greinargerð. Ráðið leggur til að gerð verði einföld könnun á viðhorfi íbúa til 17. júní hátíðarhaldanna.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.2212266 - Framlag lista- og menningarráðs til starfsemi menningarhúsa Kópavogs 2023.

Tillaga að framlagi lista- og menningarráðs til menningarviðburða í Kópavogi.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita fjármagni til sameiginlegra viðburða menningarhúsanna, Gerðarverðlaunanna, listaverkakaupa Gerðarsafns, verkefnis Bókasafns Kópavogs, Sjálfbærni til framtíðar, tímahjóls Náttúrufræðistofu og tónleikahalds í Salnum skv. fylgiskjali.

Menningarviðburðir í Kópavogi

7.2212296 - Jólahús Kópavogs 2022

Val á Jólahúsi Kópavogs 2022.
Lista- og menningarráð þakkar íbúum bæjarfélagsins fyrir frábærar viðtökur vegna tilnefninga á jólahúsi Kópavogsbæjar 2022. Ráðið hefur komist að niðurstöðu og tilkynnir vinningshafa það innan tíðar.

Aðsend erindi

8.2210179 - Ungmennaráð Kópavogs 2022-2023

Kynning á skipan ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

9.17091061 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Næstu fundartímar lista- og menningarráðs.
Næstu fundir lista- og menningarráðs eru 18. janúar, 15. febrúar og 15. mars kl. 8:15.

Fundi slitið - kl. 19:30.