Lista- og menningarráð

148. fundur 27. febrúar 2023 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá
Ingólfur Arnarson mætti á fundinn undir fyrsta dagskrárlið frá kl. 8:15-8:45.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2302245 - Húsnæðismál Leikfélags Kópavogs

Húsnæðismál Leikfélags Kópavogs.
Lista- og menningarráð vísar málinu til bæjarlögmanns, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjármálasviðs.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2209575 - Samræmdur opnunartími menningarhúsanna

Staða málsins tekin fyrir.
Vísað er til fyrri bókunar málsins þar sem formanni lista- og menningarráðs og forstöðumanni menningarmála var falið að kanna grundvöll fyrir lengri opnunartíma bókasafnsins og Gerðarsafns. Niðurstaðan er að á meðan verið er að vinna að úttekt á starfsemi menningarhúsanna sé rétt að bíða með breytingar á opnunartíma.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2210946 - Bókasafnsþjónusta við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra í efri byggðum

Staða málsins tekin fyrir.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni bókasafnsins að kanna möguleika á sjálfsafgreiðslusafni fyrir börn og ungmenni í samstarfi við HK í Kórnum. Þannig er unnt að auka aðgengi barna og fjölskyldna að bókum í hverfunum í kring. Ráðið lítur á þetta sem tilraunaverkefni.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.2209176 - Áttaviti til árangurs - Menningarmál

Staða málefnasamnings meirihlutans um menningarmál tekin fyrir.
Lista- og menningarráð fór yfir verkefni í málefnasamningi meirihlutans undir yfirskriftinni Mannlíf, menning og listir.

Menningarviðburðir í Kópavogi

5.2302367 - Söfnunarsjóður fyrir útilistaverk

Tillaga að stofnun söfnunarsjóðs til útilistaverkakaupa í Kópavogi.
Lista- og menningarráð óskar eftir því við bæjarráð að stofnaður verði söfnunarsjóður fyrir útilistaverk sem settur verði í fjárfestingaráætlun / stofn, fyrir árið 2024. Árið 2022 hélt ráðið eftir af fjárheimildum sínum kr. 3.000.000 sem ætlað var sem stofnfé til kaupa á útlistaverki fyrir bæjarfélagið. Það sama hyggst ráðið gera árið 2023. Þar sem ekki er unnt að flytja fjárheimildir á milli ára óskar lista- og menningarráð eftir því við bæjarráð að gert verði ráð fyrir kr. 6.000.000 í fjárfestingaráætlun fyrir útilistaverki fyrir árið 2024, sem nemur þá sparnaði ráðsins fyrir árin 2022 og 2023. Jafnframt er óskað eftir því að fjárheimild til úthlutunar lista- og menningarráðs á árunum 2024 og 2025 verði lækkaðar um kr. 3.000.000 hvort ár og fjárfestingaráætlun fyrir árin 2024 og 2025 hækki að sama skapi um kr. 3.000.000 bæði árin, sem renni þá í söfnunarsjóð fyrir útilistaverk í Kópavogi.

Menningarviðburðir í Kópavogi

6.2302366 - 17. júní 2023

Framkvæmd 17. júní hátíðarhalda 2023.
Lista- og menningarráð samþykkir að aðalhátíðarhöldin 17. júní 2023 fari fram á Rútstúni og við Salarlaug. Auk þess verði svæði við menningarhúsin nýtt og stefnt skuli að kvöldtónleikum á öðrum hvorum staðnum.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

7.23011548 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna leigu á Salnum.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita kr. 300.000 styrk til Kársnesskóla vegna tónleikahalds í Salnum.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

8.23012705 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Umsókn um styrk vegna Kársneshátíðar.
Lista- og menningarráð frestar málinu.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

9.2302139 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna tónleikahalds fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Lista- og menningarráð þakkar umsóknina en getur því miður ekki orðið við henni.

Aðsend erindi

10.23012733 - Teikningar af altaristöflu eftir Gerði Helgadóttur

Lögð fram hugmynd til umræðu um uppsetningu mósaíkmyndar eftir Gerði Helgadóttur.
Lista- og menningarráð þakkar innsent erindi. Eins og málum er háttað er ráðið að vinna að söfnunarjóði fyrir útilistaverk sem úthlutað verður úr á næstu árum. Verkefnið gæti komið til álita þegar að því kemur.
Fylgiskjöl:

Almenn mál

11.23021321 - Fundir og starfshættir lista- og menningarráðs

Fundatímar ráðsins.
Næstu fundir lista- og menningarráðs eru miðvikudagana 22.mars, 26. apríl og 24. maí kl. 8:15.

Fundi slitið - kl. 10:00.