Lista- og menningarráð

153. fundur 26. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Eva Sjöfn Helgadóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.23041452 - Ársskýrsla menningarmála 2022

Ársskýrsla 2022 og starfsáætlun 2023 lögð fram til kynningar.
Lista- og menningarráð þakkar góða kynningu á ársskýrlsu menningarmála.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.23041453 - Stefnumótun menningarmála í Kópavogi

Lista- og menningarráð leggur til að haldinn verði stefnumótunarfundur í maí með starfsfólki menningarhúsa bæjarins þar sem tillögur um endurskoðun starfsemi menningarhúsanna verður tekin fyrir.


Bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vina Kópavogs, Viðreisnar og Pírata gera alvarlegar athugasemdir við að trúnaði hafi ekki verið aflétt af fundargerðum Lista- og menningarráðs um tillögur bæjarstjóra um starfsemi menningarhúsanna svo hvorki bæjarbúar, fjölmiðlar né fagfólk geti leitað sér upplýsinga um afgreiðslu málsins og umfjöllun í ráðinu. Það er á ábyrgð þeirra sem kröfðust trúnaðar um málið að aflétta honum við afgreiðslu málsins. Þetta eru algjörlega óásættanleg vinnubrögð og við lítum á þetta sem aðför að upplýsingarétti almennings og tilraun til að þagga niður í fulltrúum minnihlutans og þeirra sjónarmiðum. Þá er ámælisvert að málið hafi verið afgreitt í bæjarstjórn án þess að öll gögn málsins hafi verið gerð opinber.

Margrét Tryggvadóttir
Ísabella Leifsdóttir
Elvar Helgason
Eva Sjöfn Helgadóttir


Bókun:

Við viljum vekja athygli á að bæjarstjórnarfundi lauk kl. 20:15 í gærkvöld. Verklag bæjarins er þannig að fundargerðir birtast daginn eftir bæjarstjórnarfund. Allar fundargerðir um málið, ásamt gögnum sem voru bundin trúnaði, munu vera birtar í dag. Fulltrúar meirihlutans þakka starfsmönnum bæjarins fyrir góða vinnu.

Berglind Sveinsdóttir
Helga Hauksdóttir
Jónas Skúlason

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.23041451 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2023

Tillögur um bæjarlistamann Kópavogs 2023 teknar til afgreiðslu.
Lista- og menningarráð samþykkir einróma val bæjarlistamanns Kópavogs 2023 og verður tilkynnt um valið í maí.

Menningarviðburðir í Kópavogi

4.2302366 - 17. júní 2023

Tilboð í sviðsbúnað fyrir 17. júní og fjárhagsáætlun hátíðarhaldanna.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að framkvæma hátíðarhöldin innan fjárheimilda. Einnig að skoðaður verði sá möguleiki á að bjóða tónlistarfólki bæjarins að koma fram á tónleikum um kvöldið.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.2304874 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna prentunar á nótnahefti fyrir Landsmót íslenskra barnakóra.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Landsmóti íslenskra barnakóra kr. 190.000 vegna prentunar á nótnahefti.

Fundi slitið - kl. 10:00.