Lista- og menningarráð

163. fundur 26. apríl 2024 kl. 08:15 - 10:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir Lögfræðingur
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.24021713 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2024

Val á Bæjarlistamanni Kópavogs 2024 og ákvörðun um tímasetningu tilnefningarinnar.
Lista- og menningarráð er sammála um val á Bæjarlistamanni Kópavogs 2024. Lagt er til að forstöðumaður menningarmála finni stað og stund fyrir tilnefninguna um miðjan maí næstkomandi.

Gestir

  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðastjóri menningarmála - mæting: 08:15

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.24041108 - Heiðurslistamaður Kópavogs 2024

Umræður um hugmyndir að næsta heiðurslistamanni Kópavogs.
Lista- og menningarráð er samhljóða um val á næsta Heiðurslistamanni Kópavogs.

Gestir

  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðastjóri menningarmála - mæting: 08:15

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.2205876 - Endurnýjun á flygli fyrir Salinn

Hugmyndir um endurnýjun á flygli Salarins, en málinu var frestað á fundi ráðsins 19.maí 2022.
Lista- og menningarráð leggur til að Salurinn fái nýjan flygil og gert verði ráð fyrir vali og kaupum á honum í fjárhagsáætlun 2025.

Gestir

  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðastjóri menningarmála - mæting: 08:15
Fundarhlé kl. 8:46. Fundi aftur fram haldið kl. 8:52

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.24041111 - Starfshópur um málefni Salarins

Lagt fram til kynningar erindisbréf starfshóps um málefni Salarins.
Lagt fram.

Bókun:
"Fulltrúar Vina Kópavogs, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata mótmæla því harðlega að enn og aftur sé lista- og menningarráð sniðgengið við ákvarðanatöku um málefni sem heyra undir ráðið en fyrir liggja þrjár bókanir um mikilvægi þess að í starfshópinn séu skipaðir fulltrúar úr meiri- og minnihluta Lista- og menningarráðs sem og fulltrúi frá Tónlistarskóla Kópavogs frá 23. maí 2023, 5. september 2023 og 22. mars s.l. Auk þess var mikilvægi þessa ítrekað við bæjarstjóra á fundi ráðsins 6. mars s.l. Framferði bæjarstjóra ber enn og aftur vitni um takmaðan skilning og áhuga á lýðræði. Augljóst er að um málamyndagjörning er að ræða vegna knapps tímafrests og fárra funda.

Ísabella Leifsdóttir
Elvar Bjarki Hjaltason
Árni Pétur Árnason
Margrét Tryggvadóttir"

Bókun fulltrúa meirihlutans:
"Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 25.4.2023 að bæjarstjóri myndi skipa starfshóp Salarins. Eftir að bæjarstjóri hafði leitaði álits hjá formanni FÍH varð niðurstaða hennar þessi. Fulltrúar meirihlutans fagnar stofnun starfshóps um málefni Salarins og vonar að tillögur sem koma frá starfshópnum geti nýst vel í áframhaldandi vinnu lista- og menningarráðs.

Elísabet Berglind Sveinsdóttir
Jónas Skúlason
Kristín Hermannsdóttir"

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.24032595 - Staða menningarhúsa Kópavogs í kjölfar breytinga bæjarstjórnar

Lagt fram til kynningar yfirlit á stöðu mála í menningarhúsunum í kjölfar samþykktra breytinga bæjarstjórnar í apríl 2023.
Lagt fram.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.2404680 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Umsókn um styrk til að semja og halda afmælisdagskrá í Salnum helgaða ljóðum Einars Benediktssonar skálds.
Ráðið hafnar umsókninni með fimm atkvæðum en bendir umsækjanda á að sækja um þegar úthlutun úr sjóðnum verður auglýst næsta haust.

Frestuð erindi

7.24021708 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna tilfærslu verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafn Kópavogs

Fyrirspurn frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi Héraðsskjalasafn Kópavogs frá síðasta fundi ráðsins. Tillögu Jónasar Skúlasonar um að málinu verði frestað til næsta fundar var samþykkt með þremur atkvæðum. Lagt fram svar bæjarlögmanns við fyrirspurninni, dags. 19. apríl 2024.
Lagt fram svar bæjarlögmanns, dags. 19. apríl 2024.

Frestuð erindi

8.24032591 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi fundargerðir Lista- og menningaráðs

Fyrirspurn frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi fundargerðir lista- og menningarráðs.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

9.24042117 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi samráð við börn við breytingar í menningarmálum

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi samráð við börn vegna breytinga við endurhönnun rýmis í Náttúrufræðistofu og 1. hæðar bókasafns.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar forstöðumanns menningarmála.
Fylgiskjöl:

Aðsend erindi

10.24042272 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um fjölda aðgangsbeiðna og upptökur á fundum

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um fjölda aðgangsbeiðna og upptökur á fundum. Fyrirspurnir 4 og 6.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

11.24042146 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi tillögur að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum í menningarmálum

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um sparnaðar- og aðhaldsaðgerðir í menningarmálum.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

12.24042270 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar vegna erindisbréf lista- og menningarráðs

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um erindisbréf lista- og menningarráðs.
Lista- og menningarráð samþykkir að fresta erindinu til haustsins, þar sem nú stendur yfir endurskoðun á bæjarmálasamþykkt og kann að hafa áhrif á erindisbréf ráðsins.

Bókun:
"Áheyrnarfulltrúi Pírata er ekki sáttur við að kynningu á erindisbréfi ráðsins hafi verið frestað aftur. Ofanritaður bað um það fyrst fyrir nú fjórum fundum og var því fyrst hafnað að taka á dagskrá, síðan frestað og nú aftur frestað. Niðurstaða málsins virðist hafa verið ákveðin fyrir fund þar sem bæjarlögmaður var ekki viðstaddur liðinn og hefði því ekki getað kynnt. Þessi málsmeðferð er undarleg og ofanritaður telur vafasamt að hún sé í samræmi við fundarsköp og sveitarstjórnarlög."

Aðsend erindi

13.24042273 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um rafrænar undirritanir fundargerða og geymslu skilaskyldra gagna

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheynarfulltrúa Pírata um rafrænar undirritanir fundargerða og geymslu skilaskyldra gagna. Fyrirspurnir 7 og 8.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar forstöðumanns UT deildar.

Aðsend erindi

14.24042271 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um fjölda starfsgilda á menningarsviði

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um fjölda starfsgilda á menningarsviði. Fyrirspurn 3.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

15.24042158 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um afhendingu handbókasafns Héraðsskjalasafns til Bókasafns Kópavogs

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um afhendingu handbókasafns Héraðsskjalasafns til Bókasafns Kópavogs.
Lista- og menningarráð vísar fyrirspurninni frá, þar sem samhljóða erindi hefur þegar verið svarað á fundi bæjarráðs nr. 3170 frá 11. apríl s.l.

Aðsend erindi

16.24042147 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um ráðstöfun húsnæðis að Digranesvegi 7

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um ráðstöfun húsnæðis að Digranesvegi 7.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

17.24041101 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar varðandi Náttúrufræðistofu Kópavogs

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata varðandi Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fyrirspurnir 1, 2 og 5.
Lista- og menningarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

18.24042279 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar að fulltrúm frá Sögufélagi, Héraðsskjalasafni og Þjóðminjasafni verði boðið á fund lista- og menningarráðs

Beiðni Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um minnisblað um hvernig eigi að standa að flutningi minja úr minjasafni og Hérðasskjalasafni og flokkun þeirra. Einnig beiðni um að fá gesti inn á fund ráðsins undir málinu til að ræða varðveislu og flutning minjanna.
Lista- og menningarráð samþykkir beiðni um að fá umbeðið minnisblað og kynningu í ráðinu þegar frekar upplýsingar liggja fyrir en málið er í vinnslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins. Málinu er vísað til bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 10:13.