Lista- og menningarráð

20. fundur 10. október 2013 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1309396 - Hugmyndasamkeppni um nýtingu undirgangna. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Ráðið skoðaði undirgöngin ásamt Valgarði Guðjónssyni, forsvarsmanni Punkhátíðarinnar 2014 og forstöðumanni Molans, Andra Þór Lefever.

Ákveðið að fara í ákveðna hugmyndavinnu um hvernig nýta eigi göngin og svæðið í kring.

2.1310010 - Styrkbeiðni vegna Punkhátíðar 2014

Valgarður Guðjónsson kom á fundinn og svaraði fyrirspurnum um Punkhátíðina.

Ráðið skoðar í framhaldinu möguleikana á því að efla veg punkhátíðarinnar í Kópavogi.

3.707011 - Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi

Drög að nýrri stofnskrá lögð fyrir fundinn. Ráðið lagði til fáeinar breytingar.

Drög að nýrri stofnskrá með áorðnum breytingum, samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.