Lista- og menningarráð

32. fundur 16. október 2014 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalmaður
  • Þórður Gunnarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1205551 - Salurinn.

Forstöðumaður Salarins, Aino Freyja Jarvela, fór yfir starfsemina.
Ráðið þakkar Aino fyrir yfirferðina.

2.1410089 - Tónlistar- og listahátíðin Hringrás. Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ.

Fulltrúar umsóknarinnar komu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir verkefninu.
Ráðið þakkar forsvarsmönnum verkefnisins fyrir komuna. Afgreiðslu málsins frestað.

3.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð. Farið yfir hátíðina.

Forstöðumaður Listhúss Kópavogs fór yfir það hvernig hátíðin fór fram í Kópavogi og samstarfið við RIFF.
Lista og menningaráð lýsir yfir mikilli ánægju með samstarf sitt við RIFF og er stolt að hafa verið einn af bakjörlum hátíðarinnar og aðstoðað við að halda þessari glæsilegu hátið áfram.

4.1408196 - Afmælisnefnd vegna 60 ára afmælis Kópavogsbæjar

Forstöðumaður Listhúss gerði grein fyrir fundi sínum með nefndinni.

5.1008096 - Menningarstefna Kópavogs og reglugerð fyrir lista- og menningarráð

Forstöðumaður Listhúss fór yfir næstu skref í stefnumótunarvinnunni.

6.1011115 - Ljóðahátíð 2015.

Forstöðumaður Listhúss fór yfir hlutverk bæjarlistamanna í hátíðinni.

7.907048 - Samningur við LK

Formaður ráðsins fór yfir fund með forsvarsmönnum LK og leikfélags MK.

Fundi slitið.